Árósar

Hæ,

Ég stalst í tölvuna hjá Þór vini mínum, sem býr hér í Árósum. Raunar í Trige rétt í jaðrinum. Ég kom hingað í gær og sat fyrirlestur upp í Viðskiptaskólanum í Árósum, en námið sem ég er í er líka kennt þar. Við höfum hist sem sagt einu sinni á önn báðir hóparnir, þ.e. Odense og Árósa hóparnir. Nú er bara komið að því að skrifa lokaritgerð og það er nú bara svolítið annað skal ég segja ykkur. Ég neita því ekki að það er smá stress í mér varðandi þetta, en á sama tíma hlakka ég verulega til.

Ég er að fara í viðtal á eftir við eitt fyrirtæki hérna, raunar vinnur Þór þar, og vonandi fæ ég að krota eitthvað í samvinnu við það fyrirtæki. Læt ykkur vita hvernig fer.

Ég hef verið tiltölulega latur við að skrifa á bloggið, en á ensku blogsíðunni minni smellti ég nokkrum myndum frá Jólapartýinu sem ég hélt í byrjun janúar. Endilega kíkið á þær.

Annars er það af mér að frétta að mér líður bara stórvel og lít björtum augum fram á veginn. Auðvitað er svona eitt og annað sem ég þarf að huga að, en ekkert sem er ekki hægt að laga.

Næstu helgi fer ég á Þorrablót, eða Blorraþót eins og Steini vinur kallar það, og það er búist við ca. 150 manns og einhvert band kemur frá Íslandinu góða og spilar. Ég veit að Accent er söngvari sveitarinnar. Svo á sunnudag fer ég til Brians félaga míns úr bekknum og við ætlum að koma þar nokkrir saman og glápa á SuperBowl, úrslitaleik Ameríska fótboltann. Áhugi minn á þeirri íþrótt hefur aukist í öfugu hlutfalli við álit mitt á Amerísku stjórnarfari. Svo er ég auðvitað forfallinn NBA aðdáandi.

Jamm, annað var það nú ekki. Ég þakka þeim sem "hlýddu", lásu.

kveðja

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Loksins kom blogg frá þér!!
Takk fyrir það.
kv Munda

Vinsælar færslur